Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð 2023

side photo

Hefur þú áhuga á að vinna við líflegar uppákomur, við að skapa og vera hluti af lifandi og skemmtilegu starfsumhverfi, vinna við fjölbreytt menningarverkefni og að læra nýja hluti?

Langar þig að upplifa draumasumarið þitt í sumar? Ef svarið er já við öllum þessum spurningum þá eru skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð eitthvað fyrir þig!

Fjarðabyggð leitar að ungu fólki sem fætt er á árunum 1998 til 2006 til að taka þátt í skapandi sumarstarfi Fjarðabyggðar í allt að níu vikur á tímabilinu 29. maí til 4. ágúst 2023.

Skapandi sumarstörf eru hugsuð fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélagið lífi með listrænum og skapandi uppákomum.

Skapandi sumarstörf eru fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á skapandi verkefnum og vill vinna við myndlist og gjörninga, leiklist/sviðslist, skriftir, ljósmyndun, tónlist og kvikmyndagerð

sem og ýmislegt annað sem tengist listum og menningu í Fjarðabyggð.

Starfið verður mótað af þeim verkefnum sem þarf að uppfylla eins og ákveðna skapandi þjónustu við samfélagið, til dæmis að koma fram við ýmis tilefni í

byggðakjörnunum eftir því sem tími og aðstæður leyfa og með áhugasvið þátttakanda að leiðarljósi. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að læra nýja hluti og til

að opna á ný listform og kanna nýjar stefnur. Mikilvægt er að umsækjendur geti unnið sjálfstætt sem og í hóp undir leiðsögn frá verkefnastjóra.

Umsækjendur þurfa að skila inn kynningarbréfi um sig, áhugasvið sín sem og hugmyndum að verkefnum sem umsækjandi hefur áhuga á að vinna að í sumar.

Við val á umsækjendum verður tekið tillit til reynslu umsækjenda, sýnileika og frumleika hugmynda, fjölbreytni, kynjahlutfalls og gæði umsókna umsækjenda.

Einstaklingar og smærri hópar er hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Menningarstofa Fjarðabyggðar í síma 470 9000 eða á póstfangið menningarstofa@fjardabyggd.is