Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn

side photo

Slökkvilið Fjarðabyggðar óskar eftir að ráða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn til starfa á slökkvistöðinni að Hrauni á Reyðarfirði. Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu við sjúkraflutninga og slökkvistörf.


Helstu verkefni:

 • Slökkvistörf
 • Sjúkraflutningar
 • Þátttaka í æfingum og þjálfun annarra viðbragðsaðila.
 • Umhirðu húss, tækja og búnaðar og annarri þeirri vinnu er fellur til á slökkvistöð.

 

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

 • Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 8.gr. reglugerðar nr.792/2001, m.a.
 • Hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd.
 • Hafa að lokinni reynsluráðningu aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið.
 • Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun (stúdentspróf) og reynslu.
 • Að auki þurfa umsækjendur að:
 • Standast læknisskoðun og þrekpróf.
 • Hafa jákvætt hugarfar
 • Hafa framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að hafa á sér gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
 • Menntun og/eða reynsla af starfi slökkviliðs- og/eða sjúkraflutningamanna er kostu

 

Fylgigögn:

 

Prófskírteini, læknisvottorð, ökuferilsskrá, ljósrit af ökuskírteini og almenn ferilsskrá.

 

Kröfur um viðbragð setja skorður á búsetu innan ákveðinnar fjarlægðar frá slökkvistöð.

Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkvilisð- og sjúkraflutningamanna.

 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 27. september 2021.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Valmundsson slökkviliðsstjóri, sigurjon.valmundsson@fjardabyggd.is eða í síma 470 9081.