Félagsleg liðveisla

side photo

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir áhugasömu fólki, sem náð hefur 18 ára aldri, af öllum kynjum, til að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Um er að ræða fjölbreyttan stuðning við einstaklinga, börn sem fullorðna, í sínu daglega og félagslega lífi.

 

Liðveisla:

  • Felst í að rjúfa félagslega einangrun og styrkja einstaklinga til þátttöku í menningar- og félagslífi.
  • Meðal hæfniþátta eru:
  • Færni í samskiptum við einstaklinga með mismunandi getu og þarfir.
  • Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi.
  • Hæfni til að setja sig í spor annarra.
  • Hæfni til að styðja og hvetja.
  • Íslenskukunnátta æskileg.

Vinnutími er sveigjanlegur og getur ýmist verið dag-, kvöld- og/eða helgarvinna. Starfshlutfall fer eftir samkomulagi. Athygli skólafólks er vakin á að í boði er mishátt starfshlutfall, frá nokkrum klukkustundum í hverri viku yfir í hálft starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög. Leitað er eftir starfsfólki til starfa í öllum bæjarkjörnum.

 

Umsóknarfrestur er til 25. september 2021 en störfin eru laus nú þegar.

Nánari upplýsingar má finna á www.fjardabyggd.is.

 

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Magnúsdóttir í síma 470-9000 eða gudrun.magnusdottir@fjardabyggd.is