Vinnuskóli Fjarðabyggðar 2020

side photo

Vinnuskóli Fjarðabyggðar er fyrir ungt fólk búsett í Fjarðabyggð sem lokið hefur 8. og 9. bekk grunnskóla (fædd 2005 og 2006). Starfstími skólans er frá 3. júní og fram til 20. ágúst eða í um 11 vikur samtals.

 

Hver nemandi starfar virka daga í 5 eða 6 vikur eftir aldri, frá kl. 08:00 - 12:00 Unglingar með lögheimili utan sveitarfélagsins þurfa að sækja sérstaklega um leyfi til þátttöku og verða umsóknir þeirra teknar til greina út frá fjölda umsókna.

 

14 ára (árg. 2006) getur valið um vinnu í fimm vikur - 4 vinnuvikur og 1 fræðsluvika á vegum sjávarútvegsskólans.

15 ára (árg. 2005) getur valið um vinnu í sex vikur - 5 vinnuvikur og 1 fræðsluvika. Boðið verður uppá fræðslu í lífsleikni


Vinnutími er frá 08:00- 12:00


Unglingar sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu hafa öll rétt til þátttöku í vinnuskólanum.

 

Frekari upplýsingar um Vinnuskólann veitir Helga Björk Einarsdóttir, garðyrkjustjóri, helga.b.einarsdottir@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000

 

Umsóknarfrestur er til 3. júní 2020

 

Athugið að sækja þarf um starfið í gegnum kennitölu barn, ekki foreldra