Starfsmaður í skilastöðu

side photo

LEIKSKÓLINN DALBORG ÓSKAR EFTIR STARFSMANNI Í SKILASTÖÐU

Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Við vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og ART.

Starfið felst í kennslu og umönnun barna á aldrinum eins til sex ára. Starfið er laust og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða svo kallaða skilastöðu frá kl. 13/14:00 til 16:00/16:15 alla daga. Hentar vel skólafólki eða sem hlutastarf

Helstu verkefni

  • Vinnur undir stjórn deildarstjóra og að þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna. 
  • Fer í þau störf sem deildarstjóri felur honum, meðal annars útivera, samverustund, frjáls leikur og ýmislegt fleira.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Reynsla af starfi með börnum.

Umsóknarfrestur er til og með 1.okt

Nánari upplýsingar gefur Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri í síma 476-1431 eða á thordismb@skolar.fjardabyggd.is eða Helena Rós Rúnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 476-1431 eða á helena@skolar.fjardabyggd.is

 

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamning Íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.